Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 17. júlí 2006

AJ semur við Tuebingen

Okkar maður AJ Moye sem átti frábært tímabil með okkur samdi  um daginn við Walter Tigers Tuebingen (1. Bundesliga) Sterk lið frá Þýskalandi og Spáni höfðu verið að falast eftir kröftum hans. Tölurnar sem hann skilaði í Evrópukeppinni skipta þarna greinilega miklu máli enda var hann á toppnum bæði í fráköstum og stigum.  AJ var einnig kosinn besti erlendi leikmaður úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.  Það er því ljóst að AJ mun feta í fótspor Nick Bradford, Anthony Glover og Derrick Allen og Keflavík því áfram stökkpallur fyrir leikmenn í stærri lið á meginlandinu.

 

AJ fagnar deildarmeistaratitli með Keflavík.

Derrick Allen er kominn til Leverkusen í Þýskalandi en á síðasta tímabili spilaði hann með Karlsruhe og átti mjög gott tímabil.

Allen