Allir í Garðabæ!
Keflvíkingar mæta Stjörnumönnum annað kvöld klukkan 19:15 í 32-liða úrslitum Subway bikarsins. Keflvíkingar eiga harm að hefna, en þeir töpuðu einmitt fyrir Stjörnumönnum í Garðabænum fyrr á þessu keppnistímabili. Hvetjum alla sanna stuðningsmenn til að láta sjá sig og hvetja sitt lið til sigurs!
Áfram Keflavík!