Fréttir

Karfa: Karlar | 18. mars 2008

Allir í Toyotahöllina í kvöld. Bikarinn á loft eftir leik

Mikil spenna er fyrir loka umferðina sem fram fer í kvöld. Okkar lið er orðið deildarmeistari og verður bikarinn afhenntur í kvöld eins og kemur fram annars staðar. Ég vil nota tækifærið og hvetja stuðningsmenn/konur að fjölmenna á leikinn enda erum við að uppskera eftir skemmtilegan vetur.  Einni keppni er að ljúka og eftir páska hefst önnur, sjálf úrslitakeppnin og þar eru við í góðri stöðu sem það lið sem hefur heimaleikjaréttinn út úrslitakeppnina.

Trommusveitin mætir aftur til leiks í kvöld. Hvað með þig?

Flestir spekingar spá því að við mætum Sjörnunni í 8. liða úrslitum en svona gæti þetta litið út

Keflavík-Stjarnan ( eða Þór/Tindastóll )
KR-ÍR
Grindavík-Skallgrímur
Njarðvík-Snæfell

Allir á leikinn í kvöld og áfram Keflavík

Gunnar fagnar deildarmeistaratitlinum 2006.