Fréttir

ALLT að gerast í Toyotahöllinni um helgina
Karfa: Yngri flokkar | 5. apríl 2013

ALLT að gerast í Toyotahöllinni um helgina

Það er stórmerkileg körfuboltahelgi framundan í Toyotahöllinni sem snýr að Íslandsmóti yngri flokka, því þá mun í fyrsta skipti eitt og sama félagið halda þrjú „loka“ fjölliðamót sömu helgina í sama Íþróttahúsinu. Alls verða leiknir 35 leikir.     

Ástæða þess er að þrír flokkar frá  Keflavík (af fjórum mögulegum) hafa unnið sér inn heimaleikjaréttinn þessa helgi með besta samanlagða árangurinn úr fyrstu þremur fjölliðamótum vetrarins.  Þessir flokkar eru Minnibolti stúlkna 11. ára, 7. flokkur drengja og 9. flokkur stúlkna.  Leikið verður til Íslandsmeistaratitils í tveimur fyrrnefndu aldursflokkunum en í 9. flokki stúlkna munu fjögur efstu liðin komast í undanúrslit Íslandsmótsins.  Að auki mun Keflavík leika í 10. flokki drengja þessa helgi í Njarðvík þar sem lokaumferð A-riðils fer fram.

Það verður því líf í húsinu og allir hvattir til að kíkja við og lepja sinn helgarmokka í stúkunni eða félagsheimilinu við bestu aðstæður.  Ath. að mótið hjá 7. fl. dr. er lengra en hin vegna 6 liða í A-riðli og leikirnir þar því 15 talsins. Dagskráin hefst stax í dag, föstudag, en þá verður leikin 1. umferð í 7. flokki drengja.

Leikjadagskrá helgarinnar:

Föstudagur í A-sal 

16.00 - 7.fl.dr. Keflavík-Stjarnan

17.00 - 7.fl.dr. Haukar-Njarðvík

18.00 - 7.fl.dr. KR-Fjölnir

Laugardagur í A-sal

09.00 - Mb.st. Grindavík-Ármann

10.00 - Mb.st. Keflavík-Grindavík b

11.00 - Mb.st. Njarðvík-Ármann

12.00 - Mb.st. Grindavík-Grindavík b

13.00 - Mb.st. Keflavík-Njarðvík

14.00 - 7.fl.dr. Fjölnir-Njarðvík

15.00 - 7.fl.dr. KR-Stjarnan

16.00 - 7.fl.dr. Keflavík-Haukar

17.00 - 7.fl.dr. Fjölnir-Stjarnan

18.00 - 7.fl.dr. Keflavík-Njarðvík

Laugardagur í B-sal

10.00 - 9.fl.st. Haukar-Breiðablik

11.15 - 9.fl.st. Keflavík-Hrunamenn

12.30 - 9.fl.st. Tindastóll-Breiðablik

13.45 - 9.fl.st. Haukar-Hrunamenn

15.00 - 9.fl.st. Keflavík-Tindastóll

18.00 - 7.fl.dr. KR-Haukar

Sunnudagur í A-sal

09.00 - Mb.st. Grindavík b-Ármann

10.00 - Mb.st. Grindavík-Njarðvík

11.00 - Mb.st. Keflavík-Ármann

12.00 - Mb.st. Njarðvík-Grindavík b

13.00 - Mb.st. Keflavík-Grindavík

14.00 - Mb.st. Verðlaunaafhenting - Íslandsmeistarar krýndir

14.30 - 7.fl.dr. Haukar-Stjarnan

15.30 - 7.fl.dr. KR-Njarðvík

16.30 - 7.fl.dr. Keflavík-Fjölnir

17.30 - 7.fl.dr. Njarðvík-Stjarnan

18.30 - 7.fl.dr. Fjölnir-Haukar

19.30 - 7.fl.dr. Keflavík-KR

20.30 - 7.fl.dr. Verðlaunaafhenting - Íslandsmeistarar krýndir

Sunnudagur í B-sal

10.00 - 9.fl.st. Hrunamennr-Breiðablik

11.15 - 9.fl.st. Haukar-Tindastóll

12.30 - 9.fl.st. Keflavík-Breiðablik

13.45 - 9.fl.st. Tindastóllr-Hrunamenn

15.00 - 9.fl.st. Keflavík-Haukar