Allt lagt undir á sumardaginn fyrsta
Gríðalega flottir sigrar hjá okkur á Snæfelli og vera komnir í 2-0 yfir er eitthvað sem fæstir hefðu þorað að spá. Þetta er þó alls ekki búið, Snæfelsliðið fór í gegnum Njarðvík og Grindavík á leið sinni í úrslitin og er mjög sterkt. Þeir munu mæta dýrvitlausir í leikinn og gefa allt sitt í hann. Það er þó vissulega undir okkur komið hvernig og hvenær einvígið endar. Við verðum að mæta í leikinn með sama hugafar og í síðustu leikjum eða allt frá því að liðið var undir gegn ÍR 2-0.
Allir þurfa að leggja sitt á mörkum og berjast eins engin sé morgundagurinn. Þetta á einnig við um stuðningsmenn, því á leiknum á fimmtudaginn ætlum við gera enn betur en í síðustu leikjum. Þeas flottari umgjörð og meira fjör. Það hefur nefnilega verið ótrúlega gaman að fylgast með stuðningsmönnum okkar í úrslitakeppninni því allir hafa tekið undir bæði gamlir sem ungir og hvort sem þeir sitja uppi eða niðri. Við gáfum ykkur boli í samstarfi við Ölgerðina á síðasta leik og allir eiga að mæta í þeim á leikinn.
Við viljum minna á að stuðningsmannasætinn niðri eru aðeins fyrir þá stuðningsmenn sem borga í klúbbinn og ekki er leyfilegt að taka með sér gesti. Búist er við fullu húsi og gerðar verða ráðstafanir til að allir sjá vel inná völlinn. Best er þó að mæta tímalega á fimmutdaginn til að tryggja sér gott sæti ( flestir koma þó til með að standa þegar á leikinn líður )
Borgar-skotleikur Iceland Express verður á sínum stað og að þessu sinni geta heppnir áhorfendur unnið sér inn ferð til London. Á síðasta leik hitti Davíð úr trommusveitinni frá miðju og tryggði sér farmiða út.
Express hringlið hefur slegið í gegn og til þessa hafa þeir Hrannar Hólm, Guðjón Skúlasson og Falur Harðarsson skemmt áhorfendum.
Upphitun verður fyrir leikinn um allan bæ og margt fl. sem við segjum ykkur frá síðar.
Umfjöllun um leikinn á Kef City TV