Alls safnaðist 50.000.- kr. til styrktar Mörtu Guðmundsdóttir en allur ágóði af leiknum gegn Grindavík á miðvikudagskvöldið rann til hennar. Marta lék með Keflavík 88-89 en lék svo með Grindavík í mörg ár. Marta greindist með krabbamein fyrir 2. árum en náði að sigrast á því. Marta greindist aftur með krabbamein fyrir stuttu og hefur hafið enn eina baráttuna við þann sjúkdóm. KKDK óskar Mörtu alls hins besta í baráttunni.