Almar og Halldór skrifa undir hjá Keflavík
Í kvöld skrifuðu Almar Stefán Guðbrandsson (19 ára) og Halldór Halldórsson (25 ára) undir
tveggja ára samning við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur. Það var Þorsteinn Lár Ragnarsson,
nýskipaður framkvæmdastjóri KKDK, sem skrifaði undir fyrir hönd félagsins. Almar spilaði
með meistaraflokk Keflavíkur á síðasta tímabili og þótti standa sig vel. Halldór spilaði með
meistaraflokk Keflvíkur hér á árum áður, en byrjaði að spila með Breiðablik leiktímabilið
2007-2008, þaðan sem hann snýr núna til baka. Ljóst er að þetta er sterk viðbót við
leikmannahóp Keflavíkur, sem er að mestu skipaður ungum leikmönnum eins og staðan er
í dag. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur býður drengina velkomna til félagsins og
óskar þeim velfarnaðar á komandi árum.
Enn er verið að vinna í þjálfaramálum meistaraflokks karla, en margir bíða eflaust spenntir
eftir að heyra hver verður næsti arftaki Sigurðar Ingimundarsonar, sem eins og flestir vita,
mun halda til Svíþjóðar næsta leiktímabil og stýra liði Solna.
Eftirfarandi myndir voru teknar við undirritun samninga fyrr í kvöld.