Fréttir

Karfa: Unglingaráð | 27. mars 2009

Andri Dan. í U16

Breytingar hafa orðið á landsliði U16 drengja fyrir Norðurlandamótið í Solna í Svíþjóð 20-24 maí n.k.  Keflvíkingurinn Andri Daníelsson úr 10. flokki ka. hefur verið valinn í hópinn í stað Antons Arnar Sandholt úr Breiðablik sem fótbrotnaði í leik gegn Keflavík um s.l. helgi.  Það er mikil blóðtaka fyrir íslenska liðið að missa Anton en hann er annar af reynslumestu leikmönnum liðsins. Við viljum senda Antoni stuðningskveðjur og vonum að hann eigi góðan bata og komi tvíelfdur og heill til leiks á næstu leiktíð.    

Andra óskum við til hamingju með landsliðsætið en þetta verða hans fyrstu landsleikir fyrir Íslands hönd. Keflvíkingar munu þar með eiga samtals níu landsliðsmenn á komandi NM, tvo drengi í U16, sex stelpur í U16 og eina í U18.