Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 21. nóvember 2008

Annar léttur sigur drengjaflokks

Skemmst er frá því að segja að drengjaflokkur (f.90-91) fór í kvöld 20.nóv. inn í Laugardalshöll og lék við lið Ármenninga á Íslandsmótinu. Leiðir skildu í upphafi og var getumunurinn á liðunum nokkur. Lítið er um leikinn að segja nema að hann var ójafn frá byrjun. Leikurinn endaði 47 - 103 þar sem staðan í hálfleik hafði verið 21 - 64.

Stigaskor okkar manna í kvöld var:
Hrói I. 5, Almar 18 ( lék aðeins fyrri hálfleik) Guðmundur A.G. 30, Sigurður G. 15, Stefán G. 12, Kristján S. 2, Bjarni Reyr 5 og Atli Dagur 14.
Ármann, Alfreð, Bjarki og Eðvald léku ekki í kvöld.

Vítanýtingin var 10/18 og settum við 6 þrista  í leiknum.

Áfram Keflavík