Fréttir

Körfubolti | 10. október 2006

Antasha farin heim

Antasha Jones-Jefferson sem kom til liðs við kvenalið Keflavíkur í lok september er farin aftur til síns heima.  Ástæðað er einfaldlega sú að hún þótti ekki standa undir væntingum og var ekki sá leikmaður sem Keflavík leitar að. Í viðtali við Jonna þjálfar kom fram að hann væri komin með aðra stelpu í sigtið, en nánar verður greint frá því á næstu dögum.

Framundan er hörð barátta hjá stelpunum, því bæði Grindavík og Haukar hafa sterku liði að skipa. ÍS á svo væntanlega eftir að blanda sér í baráttuna þegar liður á mótið.