Fréttir

Körfubolti | 18. september 2006

Antasha Jones Jefferson til liðs við Keflavík

Antasha Jones-Jefferson er gengin til liðs við kvennalið Keflavíkur. Antasha er 31 árs, 177 cm á hæð og lék síðast í deild sem heitir WBCBL og er semi-pro deild í USA.  WBCBL er  sama deildin og Barkus sem var með okkur í fyrra spilaði í, en Antasha skilaði þó mun betri tölum en Barkus. Hún spilaði með Xavier University þegar hún var í skóla, er fjölhæf og getur leyst margar stöður af á vellinum.

 

Hún er væntanleg til landsins fyrir 25 sept.

Hér er hægt að lesa um hana.

 

Æfingamótið sem haldið var í Keflavík um helgina, tókst í alla staði mjög vel en úrslit voru eftirfarandi. 


 
Keflavík – KR     68 - 23

Svava 10 stig, Rannveig 10 stig, Hrönn 8 stig, Marín 7 stig, Erla 7 stig, Anna María 6 stig, Bára 6 stig, Ingibjörg 4 stig, Helga 3 stig, Halldóra 3 stig, Dísa 2 stig, Kara 2 stig.

 
Keflavík – Hamar/Selfoss            57 – 52

Svava 13 stig, Ingibjörg 13, stig, Bára 11 stig, Hrönn 6 stig, Marín 4 stig, Rannveig 4 stig, Anna María 2 stig, Halldóra 2 stig, Erla 2 stig.

 
Hamar/Selfoss – KR       70 – 25

 

 

Keflavík tekur þátt í æfingamóti í Hafnarfirði í enda september á mótinu mætir Keflavík: Haukum, UMFG og Siso frá Danmörku.