Fréttir

Karfa: Karlar | 17. apríl 2009

Árangur "65 óstöðvandi

Árgangur 1965 mætti í kvöld úrvali eldri leikmanna Keflavíkur og hafði sigur 101-98 eftir æsilegar lokamínutur.  Nú er tími fermingarafmæla og var leikurinn liður í þeim hitting en árangur 65 ætlar að gera sér glaðan dag á laugardaginn.  Leikurinn var hinn besta skemmtun og sumur höfðu litlu gleymt en aðrir öllu.

Lið "65 var m.a. skipað Sigga Ingimundar ( 33 stig ), Gunna Jóhanns ( 20.fráköst ) . Jón Ben ( 12 stolnir ), Binna ( 22. stoðendingar ), Óla Gest.( 14 innköst ).

Einstaklingar fæddir 1965 þykja hafa einstaka hæfileika á körfuboltavellinum en í úrvalinu þó engir nýliðar. Meðal leikmanna voru Matti, Gauji Skúla. Alli Óskars. og Jón KR. Þess ber þó að geta að þeir eru í stífu æfingarprógrami þessa daganna því næsti leikur hjá þeim er gegn mfl. Keflavíkur 22. apríl.  Nánar auglýst síðar..