Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 26. september 2011

Árgangamót K.K.D.K 2011

Árgangamót körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fer fram 15 október 2011.

 

Þann 15. október stendur  körfuknattleiksdeild Keflavíkur fyrir árgangamóti í körfubolta.  Við ætlum að byrja í árgangi 1960 og  enda í 1990. Hver leikur er 16. mínútur að lengd( 8 mín. Hvor hálfleikur). Leikið verður í riðlum. Tvö efstu lið í hverjum riðli halda áfram í úrslitakeppni,  þar sem  úrslátta fyrirkomulag  gildir. Það lið sem tapar dettur úr leik en siguvegarinn heldur áfram í næstu umferð.  Úrslitaleikurinn er svo 20. mínútna langur. Mótið hefst klukkan 10:00 að morgni laugardaginn 15. N.k.  Náist ekki nægilegur fjöldi í lið í hverjum árgangi má sameina tvo árganga.  Markmiðið er að gera þetta að árlegum viðburði og skapa þar með stemningu fyrir komandi keppnistímabili sem er að bresta á, sem og að hitta gamla félaga, ræða málin og eiga skemmtilega samverustund á vinalegum nótum.

Svo endar  fjörið með verðlauna afhendingu í  hinu  glæsilega  félagsheimili  í íþróttahúsinu á Sunnubraut.  Þar munum við borða dýrindis máltíð og svolgra í okkur frískandi mjöð með tilheyrandi diskaglamri fram eftir nóttu.

Þátttökugjald er 5.000 kr á mann. Inní því er falið körfubolti, máltíð og einn stór bjór.

Allur ágóði rennur til körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og þess góða starfs sem þar er unnið við h.u.b ómennskar aðstæður.  Hvet alla Keflvíkinga að koma  á staðinn og styðja verkefnið, hvort sem þeir ætla að spila körfubolta eða bara taka þátt í þessum frábæra hittingi . Stuðningur við deildina hefur aldrei verið mikilvægari en þessi dægrin. Vinsamlegast skráið  ykkur fyrir þann 10. N.k.  með tölvupósti  t.tomasson@simnet.is eða í  síma 8990525.

 

 

Áfram Keflavík.