Fréttir

Karfa: Karlar | 20. ágúst 2010

Arnar Freyr kveður herbúðir Keflvíkinga eftir stutt stopp

Arnar Freyr Jónsson hefur ákveðið að segja skilið við herbúðir Keflvíkinga í bili og heldur hann út til Danmerkur til að leika í dönsku deildinni. Hann mun ekki ferðast einn, því fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, Magnús Þór Gunnarsson, mun fylgja honum út. Félagarnir hafa samið við Aabyhoj í dönsku deildinni og halda þeir út þann 5. september næstkomandi. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur óskar Arnari velfarnaðar í dönsku deildinni á næstu leiktíð.

Af málum Keflvíkinga er það annars að frétta að verið er að skoða þann möguleika að styrkja liðið fyrir komandi leiktíð. Nokkrir möguleikar eru í stöðunni og munu þau mál þróast betur bráðlega. Sigmar Logi er mættur á svæðið og er byrjaður að æfa með liðinu. Hann er öflugur leikmaður og á eflaust eftir að plumma sig vel hjá Keflavíkurliðinu á komandi leiktíð.

Kveðja,
Stjórnin