Fréttir

Árskort í efri stúku komin í sölu
Karfa: Hitt og Þetta | 6. október 2014

Árskort í efri stúku komin í sölu

Árskort í efri stúku TM-Hallarinnar fyrir leiki vetrarins í Domino´s deild karla og kvenna eru komin í sölu. Kortin verða á 10.000 kr. en fyrsti heimaleikur tímabilsins er miðvikudaginn 8. október nk. þegar Keflavíkurstúlkur taka á móti Breiðablik. 

Líkt og undanfarin ár gilda árskortin á alla heimaleiki mfl karla og kvenna í Domino´s deildunum í vetur. Verð á leiki í vetur verður 1500 kr. og því er fólk að fá aðgang að 24 leikjum á verði c.a. 7 leikja.  Hér er þó ekki síður um mikilvægan stuðning til körfuknattleiksdeildarinnar að ræða og því sannarlega kærkomið að fólk verði sér út um árskort að ódýrri og frábærri skemmtun!

Kortin má nálgast í miðasölunni fyrir leiki vetrarins eða með því að hafa samband við Sævar Sævarsson í síma 869-1926 (e-mail: saevar@keflavik.is). Þá munu leikmenn meistaraflokkanna einnig vera með kortin til sölu!

Áfram Keflavík