Fréttir

Körfubolti | 18. desember 2002

Átta Keflvíkingar valdir í landslið karla og kvenna

Í gær tilkynntu landsliðsþjálfararnir, Friðrik Ingi Rúnarsson og Hjörtur Harðarson, um val sitt á leikmönnum til að leika fyrir Íslands hönd á hraðmóti milli jóla og nýárs í Lúxembúrg. Friðrik valdi þrjá Keflvíkinga í sitt lið, þá Sverrir Þór Sverrisson, Kevin Grandberg og Jón N Hafsteinsson. Sverrir og Kevin eru nýliðar í hópnum og óskum við þeim innilega til hamingju með þessa viðurkenningu, sérstaklega Sverri sem líklega er einn af fyrstu bakvörðunum sem kemst í landslið fyrst og fremst vegna varnarleiks og áræðni, ekki vegna knatttækni eða skotvissu. Frábært Sverrir.

Fyrir utan þremenningana er ljóst að Gunnar Einarsson og Damon Johnson hefðu komist í landslið, hefðu þeir átt þess kost, en vegna aðstæðna verður það að bíða betri tíma. Gaman verður að sjá Damon með landsliðinu, en ríkisborgararétturinn er það nýtilkominn að ekki gafst færi á því nú. Ýmsir fleiri úr öðrum félögum eru fjarverandi, t.d. margir þeirra sem stunda vinnu eða nám í útlöndum.

Við Keflvíkingar erum sáttir við okkar útkomu nema hvað við teljum að nokkrir Keflavíkurbakverðir séu síst lakari en sumir þeirra sem valdir hafa verið. Annars er liðið skipað eftirtöldum:

Bakverðir:
Jón Arnór Stefánsson, Trier
Skarphéðinn Ingason KR
Pálmi Freyr Sigurgeirsson Breiðablik
Sverrir Þór Sverrisson, Keflavík

Framherjar:
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Jón Nordal Hafsteinsson, Keflavík
I. Magni Hafsteinsson KR
Páll Kristinsson Njarðvík
Sigurður Þorvaldsson, ÍR

Miðherjar:
Friðrik Stefánsson, Njarðvík
Kevin Grandberg, Keflavík


Hjörtur kvennaþjálfari valdi fimm stúlkur úr Keflavík í lið sitt, þær Erlu Þorsteinsdóttur, Birnu Valgarðsdóttur, Kristínu Blöndal, Marínu Rós Karlsdóttur og Svövu Stefánsdóttur. Þær hafa allar leikið gríðarvel á leiktíðinni og eru vel að útnefningunni komnar. Auk þessa hefði Anna María Sveinsdóttir verið valin, hefði hún gefið kost á sér. Athygli vekur að einn leikmanna, Helena Sverrisdóttir frá Haukum, er aðeins 14 ára að aldri, en þar er gríðarmikið efni á ferð. Liðið var valið sem hér segir:

Marín Rós Karlsdóttir, KEF
Erla Þorsteinsdóttir, KEF
Kristín Blöndal, KEF
Birna Valgarðsdóttir, KEF
Svava Stefánsdóttir, KEF
Hildur Sigurðardóttir, KR
Helga Þorvaldsdóttir, KR
Þórunn Bjarnadóttir, ÍS
Sólveig Gunnlaugsdóttir, GRI
Helena Sverrisdóttir, HAU
Helga Jónasdóttir, NJA