Fréttir

Karfa: Konur | 14. október 2007

Auðveldur sigur á Fjölni

Keflavík sigraði Fjölni auðveldlega í fyrsta leik í Iceland-Express deild kvenna 88-51. Stelpurnar byrjuðu leikinn af krafti og voru komnar með 19 stiga forustu eftir 1. leikhluta.

Keflavík var spáð fyrsta sæti í deildinni en Fjölni því neðsta og því var búist við auðveldum sigri. Nýliðarnir stóðu sig þó vel í öðrum leikhluta og var hann jafn 18-18 en í þeim þriðja skoraði Keflavík 27 stig gegn aðeins 8. stiga frá gestunum. Bryndís Guðmundsdóttir sagði eftir leikinn að Jonni þjálfari hafði ekki verið ánægður með fyrrihálfleikinn og haldið góða ræðu í hálfleik sem hafði skilað þessari forustu.

Næsti leikur liðsins er gegn Val á útivelli, þriðjudagskvöld kl. 20.00

Pálína Gunnarsdóttir og Lóa Dís Másdóttir léku sinn fyrsta deildarleik fyrir Keflavík í leiknum.

Stigahæstar í leiknum voru Kesha og Bryndís með 22 stig og Kara með 11 stig og 10 fráköst.

Tölfræði leiksins.