Auðveldur sigur á Fjölnismönnum
Keflavík mætti Fjölnismönnum í gærkvöldi í Toyota Höllinni og fengu þar auðveldan sigur. Lokatölur voru 96-54 fyrir heimamönnum. Keflavík hafði undirtökin allt frá byrjun leiks og hélt forystunni út leikinn, en segja má að sigurinn hefði getað orðið miklu stærri ef að ítrekuð klúður með boltann hefðu ekki átt sér stað á vellinum. Keflvíkingar töpuðu einmitt ítrekað boltanum í leiknum, en sem betur fer hafði það ekki áhrif á lokatölur leiksins. Allir leikmenn Keflavíkur skoruðu stig í leiknum, en Rahshon Clark var stigahæstur með 18 stig. Á eftir honum kom Sigurður Þorsteinsson með 14 stig. Hjá Fjölnir var Christopher Smith með 20 stig, en á eftir honum kom Tómas Tómasson með 10 stig.
Næsti leikur Keflavíkur-drengja er í Toyota Höllinni 30. október gegn Snæfell.
Stelpurnar mæta KR í Toyota Höllinni miðvikudaginn 30. október.