Auðveldur sigur á FSU
Keflvíkingar unnu í kvöld auðveldan sigur á FSU í Toyota Höllinni. Keflvíkingar komust yfir á upphafsmínútum leiksins og var í raun og veru aldrei spurning um hvort liðið myndi sigra, heldur hversu stór sigurinn yrði. Lokatölur leiksins voru 136-96, en Keflvíkingar leyfðu FSU-mönnum að skora alltof mörg stig í leiknum og sýndu slakan varnarleik. Hjá Keflvík var Hörður Axel Vilhjálmsson stigahæstur með 24 stig, en Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Draelon Burns voru báðir með 20 stig. Allir leikmenn Keflavíkur skoruðu stig í leiknum, þar á meðal ungstirnið Andri Þór Skúlason, en hann skoraði 7 stig í leiknum sem voru hans fyrstu stig fyrir Meistaraflokk Keflavíkur. Að hætti hússins var hann trolleraður inni í klefa eftir leik, ásamt því að fá baknudd hjá öllum leikmönnum Keflavíkurliðsins. Hjá FSU var Richard Williams með 35 stig og Aleksas Zimnickas skoraði 26.
Með sigrinum komust Keflvíkingar í annað sætið, en Stjörnumenn sitja þar einnig með jafnmörg stig. Stigahlutfall Keflvíkinga er þó betra.
Staðan í deildinni eftir 16 umferðir: