Auðvelt gegn Hamarsmönnum
Það voru Hamarsmenn sem kíktu í heimsókn í Toyota Höllina í kvöld, en leikið var í Lengjubikar karla. Leikurinn varð í raun aldrei spennandi og algjör einstefna frá upphafi til enda. Lokatölur voru 111-64 fyrir Keflavík.
Keflvíkingar byrjuðu af krafti og komust í 9-0. Þegar um 4 mínútur voru liðnar af 1. leikhluta tóku Keflvíkingar 19-0 áhlaup og settu stöðu leiksins í 30-6, en þannig var staðan þegar leikhlutanum lauk. í öðrum leikhluta náðu Hamarsmenn aðeins að girða sig í brók og bæta í stigaskor sitt, en staðan í hálfleik var 46-22.
Seinni hálfleikur bauð ekki upp á neitt óvænt í sjálfu sér og Keflvíkingar sigldu nokkuð lygnan sjó út leikinn. Ungu strákarnir fengu að spreyta sig í seinni hálfleik og mátti sjá fína takta hjá þeim. Andri Daníelsson kórónaði svo sigurinn með flautukörfu og það með 3ja stiga skoti. Loktaölur 111-64.
Tölfræði Keflavíkur í kvöld:
Charles Parker setti 27 stig í kvöld (mynd: vf.is)