Fréttir

Karfa: Karlar | 4. apríl 2012

Auðvelt svar, við vinnum. Segir Magnús

"Liðsfélagar mínir verða að setja skotin niður því Magnús Þór er loksins farinn að gefa boltann"

- segir Magnús Þór Gunnarsson



Magnús Þór Gunnarsson var ánægður í leikslok eftir að Keflavíkurliðið landaði sigri gegn Stjörnunni. "Maggi minn", eins og móðir hans ávarpaði hann gjarnan á yngri árum hefur þurft að hafa talsvert fyrir hlutunum í þessu einvígi. Við því var þó að búast enda hefur drengurinn farið á kostum á þessu tímabili og klárlega verið besti íslenski leikmaður deildarinnar. Hann hefur því verið dekkaður nokkuð stíft og hafa menn hangið vel í honum, jafnvel stundum í orðsins fyllstu merkingu. Magnús sagði að sigurinn hefði verið mjög fínn enda hafi verið barátta í 40 mínútur í þetta skiptið og það hafi gert útslagið og landað þessu.



Nú hefur þú verið dekkaður talsvert stíft í einvíginu við Stjörnuna, er þetta erfiðara eða aðlagar þú leik þinn að þessu?

Já, já en ég hef haft töluvert betri varnarmenn á mer en þennan Marvin. Ég aðlaga því bara minn leik að þessu og nú verða liðsfélagar mínir að setja skotin niður sem þeir fá loksins því núna er Magnús Þór loksins farinn að gefa boltann...

Hvernig fer leikur þrjú?

Auðvelt svar, við vinnum!!!!!

Viltu segja eitthvað við aðdáendurnar sem stóðu sig með prýði í öðrum leiknum?
Þeir voru flottir en verda ad mæta líka a fimmtudaginn því annars er hitt til einskins. Við ætlum ad mæta og þeir verða líka að mæta.

Að lokum létum við Magnús Þór gefa okkur innsýn í liðið og leikmenn þess með sama hætti og aðrir

Hver er ruglaðastur í liðinu? Almar er sá ruglaðasti, það er auðvelt svar.

Hver er með mesta húmorinn? Ég hef lúmskt gaman að Andra Dan en kannski er hann ekki húmoristi heldur bara svo heimskur. Við gefum honum þó þennan titil.
Hver er með mesta "swagið"? Swaaaaagið hlýtur að vera næst elsti maðurinn í liðinu og í raun sá eini sem er með "swag"... Maggi 10

Hver er mesti snyrtipinninn? Það eru Andri Dan og Kristján

Hver er gáfaðastur? Ég held að enginn hreppi þennan titil því það eru allir heimskir í liðinu, en bara mis heimskir. Sumir fá þó hrós fyrir að reyna, t.d. er Gummi alltaf með einhver gleraugu sem gera hann gáfulegri en ég efast þó um að hann noti þau. Þetta er meira fyrir "lookið"