B-lið Stúlknaflokks í bikarúrslit
Stúlknaflokkur komst í úrslit bikarkeppninnar s.l. mánudagskvöld þegar þær lögðu lið Hamars á heimavelli með 15 stigum í brösóttum baráttuleik. Reyndar er um að ræða b-lið stúlknaflokks en a-liðið féll úr leik eftir tap fyrir Haukum á útivelli fyrr í vetur. B-liðið er einungis skipað leikmönnum úr 9. og 10. flokki, en þó eru Árnína og María ekki í þessu liði þar sem þær léku með a-liðinu. Glæsilegt hjá stelpunum sem munu mæta liði UMFN í úrslitum.
Sóknarleikur okkar stúlkna gekk herfilega í fyrri hálfleik en góður 3. leikhluti skóp nægjanlega forystu til byggja upp og landa góðum sigri. Þó leikurinn var kannski ekki mikið fyrir augað á löngum köflum sýndi allt liðið þó góða baráttu allan tímann. Eva og Telma stigu upp þegar mest á reyndi og gerði það gæfumunin að þessu sinni.
Keflavík - Hamar
58 - 43 (6-11, 20-17, 39-30)
Stigaskor Keflavíkur:
Eva Rós Guðmunds.17 (6/3), Telma Lind 14, Sigrún Alberts.10 (5/2), Árný Sif 8 (1/0), Lovísa Fals.7 og Anita Eva 2 (2/2). Emelía, Erna, Helena Ösp, Kristjana, Sara Dögg og Soffía Rún náðu ekki að skora.
Vítanýting 7/14 eða 50,0%.