Bæði lið Keflavíkur komin í 8-liða úrslit
Karla- og kvennalið Keflavíkur tryggðu sér í gær sæti í 8-liða úrslitum Subway Bikarkeppninnar.
Stelpurnar áttu leik við Grindavík í Toyota Höllinni og endaði sá leikur 70-61 fyrir Keflavík. Stelpurnar voru ávallt skrefi á undan í leiknum og sigurinn aldrei í verulegri hættu.
Strákarnir áttu leik við Val í Vodafone Höllinni og fóru með sigur af hólmi 100-90.
Keflavík-b í kvennaflokki átti leik við Þór Akureyri í Toyota Höllinni í sömu keppni og töpuðu þær Keflvísku 57-87.