Bandaríkjamaður og Ástrali á leið til Keflavíkur
Keflvíkingar hafa náð samkomulagi við Bandaríkjamann og Ástrala um að spila með liðinu á komandi tímabili. Bandaríkjamaðurinn heitir B.A Walker og kemur frá Virginia Commonwealth háskólanum. Walker spilar stöðu skotbakvarðar og leikstjórnanda. Hann er 23 ára 180 cm.
Ástralinn heitir Anthony Susnjara og spilaði með liði í Ástralíu sem heitir Sydney Kings. Susnjara er 26 ára 205 cm og spilar stöðu framherja/miðherja.
Collin, Walker og Susnjara eru væntanlegir til landsins næstu daga.