Baráttan um 4. sætið fer fram á Sauðárkróki í kvöld
Okkar strákar eru að gera sig klára fyrir leik kvöldsins gegn Tindastól. Keflavík verður að vinna leikinn til að halda sér í 4. sætinu en heimamenn eru í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn er því mikilvægur fyrir bæði lið en aðeins er ein umferð eftir eftir leiki kvöldsins. En er Þröstur frá en allir aðrir okkar leikmenn eru klárir í slaginn.
Leikurinn gegn Njarðvík á mánudaginn olli miklum vonbrigðum og voru strákarnir lang frá sínu besta í þeim leik. Þeir munu því leggja allt í sölurnar í kvöld enda ljóst að um nágrannaslag verður að ræða í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Mynd frá leik liðanna í fyrra.