Fréttir

Körfubolti | 9. febrúar 2007

Bavörðurinn Tony Harris til Keflavíkur

Keflavík hefur komist að samkomulagi við bakvörðinn Tony Harris um að hann leiki með liðinu í vetur.  Tony er 180 cm. bakvörður og kemur frá Tennessee háskólanum, þeim sama og Damon Johnson lék með. Tony á ýmis met þar og var fyrir ´´senior´´ árið sitt valinn í ''3. team all american ''yfir alla 1. deildarskóla.

Eins og kom fram hér fyrir nokkru var Keflavík búið að komast að samkomulagi við Jesse King en sá leikmaður ákvað að hætta við á síðustu stundu.