Fréttir

Bekkurinn þarf að koma inn með meiri baráttu - Stutt viðtal við Almar Stefán
Karfa: Karlar | 21. mars 2013

Bekkurinn þarf að koma inn með meiri baráttu - Stutt viðtal við Almar Stefán

Í kvöld kl. 19.15 fara Keflavíkurpiltar í Garðabæinn þar sem þeir mæta Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. Leikmenn liðsins eru orðnir vel gíraðir fyrir leikinn, hvort sem þeir hefja leik á parketinu eða á bekknum. Almar Stefán Guðbrandsson, miðherji Keflavíkur, var fenginn til að svara örfáum spurningum í aðdraganda rimmunnar milli Keflavíkur og Stjörnunnar sem allir bíða eftir.

Hvernig lýst mönnum á seríuna gegn Stjörnunni?
Okkur lýst hrikalega vel á hana. Við eigum harma að hefna frá því í síðustu úrslitakeppni.Við þurfum að einbeita okkur að því að spila okkar leik þá komumst við áfram - það er ekki flóknara en það.

Nú kemur þú vanalega inn af bekknum í vetur, hvað getið þið sem komið inn af honum gert til að hjálpa?
Við höfum kannski ekki sýnt nóg í vetur en nú er nýtt mót að hefjast þar sem allir ætla að sýna sitt besta. Við þurfum því að koma inn á með sömu, og jafnvel meiri, baráttu en þeir sem byrja inn á.

Nú er samheldni og stemmning stór þáttur í liðsbolta, er hún fyrir hendi hjá Keflavík í ár?
Stemmningin innan liðsins hefur verið stærsta vandamálið í vetur en við erum allir búnir að laga það hjá okkur og því mikil stemmning og tilhlökkun í mönnum fyrir komandi átök!

Mynd: Almar í leik gegn ÍR sl. vetur. Umrædd mynd er fengin að láni hjá www.karfan.is