Berlín í boði á leiknum í kvöld. Leikurinn stattaður á netinu
Í borgar-skotleik Iceland Express verður boðið upp á Berlín. Leikurinn fer þannig fram að tveir heppnir áhorfendur eru valdir á milli 1 og 2. leikhluta og aðrir 2. tveir á milli 3-4. leikhluta til að skjóta að körfunni. Þeir sem hitta vinna ferð til Berlínar, svo einfallt er það.
Eftir að Múrinn féll í lok kalda stríðsins og Berlín varð á ný höfuðborg sameinaðs Þýskalands hefur margt breyst. Nýbyggingar rísa á hverju götuhorni, stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar þangað og borgin er aftur orðin miðpunktur lista í Evrópu. Það sem ekki hefur breyst er hið fræga frjálslyndi og heimsborgaraháttur sem einkennt hefur Berlín í meira en hundað ár. Skrautlegt næturlíf, klassísk þýsk næturklúbbamenning og listalíf í miklum blóma - svo miklum að það er varla íslenskur listamaður með sjálfsvirðingu sem ekki er á útgáfusamningi í Berlín
Leikurinn verður live stattaður í kvöld og hægt að fara inná það í gegnum kki.is