Bikahátíð í Njarðvík um helgina
Mikil bikarhátíð fer fram í Njarðvík um helgina þegar leikið verður til úrslita í Bikarkeppni KKÍ í yngri flokkunum. Keflavík á þrjú lið í úrslitum að þessu sinni og eru það allt stúlknaflokkar þar sem engu af okkar drengjaliðum tókst að komast alla leið að þessu sinni. Þessir flokkar eru 9 og 10 fl. kvenna sem og Stúlknaflokkur. Minnstu munaði að stúlknaflokki tækist einnig að komast í úrslit í unglingaflokki kvenna en þær töpuðu naumlega í undanúrslitum á heimavelli fyrir UMFG 49-51. Leikar hefjast kl. 10.00 á laugardag og lýkur úrslitunum með lokaleik kl. 18.00 á sunnudag og alls verða leiknir níu úrslitaleikir.
Undanfarin ár hefur það komið í hlut félaganna að halda utan um bikarúrslitaleiki yngri flokkanna og hefur það gefið góða raun. Í fyrra héldum við Keflvíkingar mótið, gerðum það með glæsibrag, og fengum mikið lof fyrir. Grannar okkar í Njarðvík munu efalaust ekki láta sitt eftir liggja við framkvæmd mótsins að þessu sinni.
Að leika til úrslita í bikarkeppninni er frábær upplifun fyrir yngri leikmenn þar sem leitast er við að skapa alvöru umgjörð og stemmingu í kringum leikinn. Þannig verður þetta að hátíðlegum viðburði sem allir leikmenn vilja verða partur af á hverju ári.
Við hvetjum alla áhugamenn um körfubolta að fjölmenna um helgina og fylgjast með alvöru úrslitaleikjum og efnilegustu unglingum körfuboltans í dag.
Unglingaráð KKDK
Laugardagur 27. feb:
10:00 9.fl kvenna Keflavík-Breiðablik
12:00 10.fl karla UMFN - KR
14:00 Stúlknaflokkur Keflavík - Haukar
16:00 Drengjaflokkur Snæfell/Skallagrímur – Hamar/Þór
Sunnudagur 28. feb:
10:00 9.fl karla KR-Hamar/Þór
12:00 10.fl kvenna Keflavík - Haukar
14:00 11.fl karla UMFN - KR
16:00 U.fl kvenna Grindavík - Haukar
18:00 U.fl karla UMFN – Hamar/Þór
Mynd: 10. flokkur stúlkna varð Bikarmeistari þann 28. febrúar 2009. Tekst þeim að verja titilinn í Stúlknaflokki þetta árið ?