Fréttir

Körfubolti | 21. mars 2024

Bikarhelgi framundan

Um næstu helgi er úrslitahelgi í Bikerkeppni VÍS og eigum við Keflvíkingar 3 lið í keppninni í ár.  Það er skemmst frá því að segja að síðasta þriðjudag komst karlalið Keflavíkur áfram með öruggum sigri á Stjörnunni og svo í gær tryggði kvennaliðið sér í úrslitin með einnig öruggum sigri á Njarðvík.  Áður var svo 10. flokkur kvenna búnar að tryggja sér í úrslitin.

Þannig að það er tvíhöfði næsta laugardag og það hefur ekki gerst síðan 2004!!  

Hér er dagskrá helgarinnar í Laugardalshöllinni.

Laugardagur 23. mars

Kl. 16:00 - Keflavík- Tindastóll - karlar

Kl. 19:00 Keflavík - Þór Akureyri - konur

Sunnudagur 24.mars

Kl. 16:45 - Keflavík 10. flokkur kvenna- KR

Fyrirkomulag um miðasölu verður tilkynnt í dag

Fylgist með dagskrá helgarinnar og nánari upplýsingum á facebooksíðu Körfuknattleiksdeildarinnar.  

Facebooksíða Keflavík -Karfa

Það verður alvöru veisla um helgina og við treystum á að stuðningsmenn fylli höllina og geri hana bláa í leikjum helgarinnar.

Áfram Keflavík!!