Bikarhelgi yngriflokka
Bikarhelgi yngri flokka fór fram í Toyotahöllinni í Keflavík um síðastliðna helgi og fóru alls níu úrslitaleikir fram. Við áttum flest lið í keppninni eða fjögur talsins, 9.fl. kvk, 10.fl.kvk, stúlknaflokk og unglingaflokk drengja. Til að gera langa sögu stutta, þá unnu öll lið Keflavíkur sína leiki, með þó nokkrum yfirburðum og eru því titlar okkar í gegnum árin orðnir samtals 187. Stórkostlegur árangur sem við eigum að vera virkilega stolt af.
Eins unnu Fjölnir tvo titla, KR tvo og að lokum vann Njarðvík einn.
Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur vill nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu að mótinu með einhverju hætti, án ykkar hefði þetta aldrei tekist svona vel upp.
Alla tölfræði má sjá hér; http://www.kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=5339 og http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=8564&Itemid=1