Bikarinn til Keflavíkur
Keflavík sigraði Hamar í loka umferð Iceland Express deild karla, 97-74 og fékk í leikslok Deildarbikarinn. Stelpunar eru vel að bikanum komnar enda verið að spila vel upp á síðkastið. Nú verður bikarnum fagnað um helgina og svo bíða strangar æfingar fyrir úrslitakeppnina sem hefst von bráðar.
Að leik loknum fengu Keflavíkurkonur afhentan deildarmeistaratitilinn og fögnuðu þær honum vel og innilega. Úrslitakeppnin er handan við hornið en í fyrstu umferð mun Keflavík mæta Haukum og KR og Grindavík munu eigast við í hinni rimmunni. Deildarkeppninni lýkur svo formlega á morgun með tveimur leikjum og þar ræðst hvort Grindavík eða KR muni hafa heimaleikjaréttinni í úrslitakeppninni.
TaKesha Watson var sjóðandi heit í Keflavíkurliðinu í kvöld og setti niður 42 stig í leiknum en næst henni kom Margrét Kara Sturludóttir með 14 stig, 15 fráköst og 6 stolna bolta.
Keflvíkingar pressuðu allan völl frá upphafi leiks til enda og á sínum varnarhelmingi léku þær svæðisvörn. Gestunum úr Hveragerði tókst misjafnlega til en áttu fína spretti. Ari Gunnarsson þjálfari Hamars fékk reisupassann í síðari hálfleik og um svipað leyti var allur vindur úr gestunum og Keflavík sigldi að öruggum sigri. Af vf.is