Bikarkeppnin mun bera nafn Subway næstu 4. árin
Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands kynnti í dag stoltur að Subwaybikarinn myndi nú taka við af Lýsingarbikarnum. Subway hefur tekið við keflinu af Lýsingu og mun bikarkeppni KKÍ bera nafnið Subway bikarinn næstu fjögur árin. Hannes sagði á blaðamannafundi KKÍ í dag að sérlega ánægjulegt hefið verið að ná þessum samningi í núverandi efnahagsástandi. Bikarkeppni KKÍ bar nafnið Lýsingarbikarinn síðustu fimm ár en nú hefur orðið breyting á og mikla vonir bundar við Subway af körfuknattleiksáhugamönnum enda tókst Lýsingu mjög vel til með sitt.,,Þetta sýnir að enn eru til frábær og góð fyrirtæki á Íslandi sem vilja styðja áfram við íþróttahreyfinguna í landinu. KKÍ leggur mikið upp úr góðu samstarfi við sína styrktar- og samstarfsaðila og það er gaman að segja frá því að Subway, rétt eins og íslenskur körfubolti, er að finna víðsvegar um landið,“ sagði Hannes kátur á fundinum í dag.
Gunnar Skúli Guðjónsson framkvæmdastjóri Subway á Íslandi sagði á fundinum að fyrirtækið sæji mikinn hag í því að leggja nafn sitt við bikarkeppni KKÍ og að forsvarsmenn fyrirtækisins væru hæstánægðir með samninginn.