Bikarleikur í kvöld í Grafarvogi
Keflavík mætir Fjölni í 16-liða úrslitum Powerade-bikar í kvöld kl.19.15. Þann 27. október mættustu Keflvíkingar og Fjölnir í Iceland Express deildinni. Eftir æsispennandi og framlengdan leik unnu Fjölnismenn sigur á okkur 110-108. Strákarnir eiga því harma að hefna í kvöld í Grafarvoginum og við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna á leikinn.
Mynd úr leiknum fyrr í vetur. Af fjönir.is