Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 28. nóvember 2008

Bikarsigur á ÍR

Drengjaflokkur (f'90-'91) tryggði sig áfram í bikarkeppni KKÍ með góðum sigri á ÍR í gær, fimmtudagskvöld, 84 - 60. Leikurinn var jafn framan af þó okkar drengir hefðu ávallt 5-10 stiga forystu. Hálfleiksstaðan var 41 - 31. Hægt og rólega skildu leiðir og varð munurinn um miðjan þriðja leikhluta komin í 20 stig en ÍR-ingar bitu frá sér og náðu að minnka forskot okkar í 8 stig í byrjun fjórða leikhluta. Okkar strákar þjöppuðu sér saman og kláruðu leikinn með 24 stiga mun eins og áður kom fram.

Stigaskor okkar leikmanna:
Hrói Ingólfs. 2, Gísli Steinar 5, Siggi Guðmunds. 5, Bjarki Rúnars. 7, Gummi Gunnars. 23, Bjarni Reyr 1, Alfreð Elíasson 27 og Almar Stefán 15.
Vítanýting liðsins varí molum sem fyrr, en aðeins nýttust 16 af 31 víti, sem er nokkuð ásættanleg minniboltanýting.

Staða þessa flokks á Íslandsmótinu er fín og má sjá stöðuna hér:  http://www.kki.is/mot/mot_1500002948.htm
Næsti leikur þessa flokks verður við lið Tindastóls norður á Sauðárkróki þann 10. janúar.

Áfram Keflavík