Bikarslagur, KR-Keflavík á sunnudag
Keflavík mætir KR í 8.liða úrslitum Subway-bikars á sunnudag kl. 19.15 og fer leikurinn fram á heimavelli KR-inga. KR er á toppi Iceland Express-deildar með fullt hús stiga en liðin mætast aftur föstudaginn 16. janúar í deildinni og þá í Keflavík.
Liðin mætust í deildinni fyrr í vetur og fór sá leikur 93-72 fyrir KR. Keflavík varð síðast bikameistari árið 2004 eftir sigur á Njarðvík 93-74 og var í úrslitum árið 2006.
Stelpurnar eiga leik gegn Hamar i sömu keppni, mánudaginn kl. 19.15 í Keflavík
Við hvetjum stuðningsmenn okkar til að fjölmenna á leikina og hvetja liðið hressilega áfram. Áfram Keflavík.