Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 17. febrúar 2009

Bikartap í Brogarnesi

Ekki tókst drengjaflokki (f.'90 og '91) að tryggja sig í úrslit í bikar þetta árið. Hittum á slakan leik í heild sinni þar sem þrír póstar liðsins, Alfreð, Almar og Gummi áttu allir erfiðan dag. Skoruðu þeir saman ein 27 stig á meðan Sigurður Þórarinsson hjá Sköllum skoraði 29 einn síns liðs. Við tókum þó fljótt forystuna með góðri vörn þar sem Sköllum gekk illa að skora og Bjarki var heitur hjá okkur. En þrátt fyrir að leiða leikinn allt þar til fimm mínútur lifðu leiks tókst okkur ekki að halda haus fyrir fullu húsi áhorfenda í Borgarnesi. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 10-19 og í hálfleik 21-28. Eftir þrjá leikhluta stóð 35-38 og eins og fyrr segir sigldu Skallar fram úr á lokamínútum leiksins og sigruðu á vítalínunni 54-50. Grátlegt að hitta á svona slakan skotleik þar sem okkur tókst vel að fá þau skot sem við vildum fá en stundum vill tuðran bara ekki niður. það eru greinilega ekki alltaf jól í þessum skrattans bransa !
Leiðindi hjá okkar mönnum fyrir leik, þar sem við þurftum að skilja einn leikmann eftir heima í Keflavík þar sem ekki náðist að fá foreldra til að skutla drengjunum. Stefndi í óefni með að komast í Borgarnes nema verið hefði fyrir Stefán pabba Atla Dags. og Elías pabba Alfreðs að okkur tókst að komast uppeftir í tæka tíð. Gaman hefði verið að sjá fleiri foreldra fylgja drengjunum í sennilega stærsta leik vetrarins hjá þeim.

Stigaskor okkar í kvöld
Bjarki Rúnarsson 14, Andri Skúlason 2, Guðmundur Auðun 10, Sævar Eyjólfsson 3, Eðvald Ómarsson 4, Alfreð Elíasson 11 og Almar Stefán 6
Andra Daníels. tókst ekki að skora í kvöld.
Gísli Steinar, Atli Dagur, Kristján Smára léku ekki.

Vítanýting liðsins 2/4  Þriggja stiga nýting 8/30

Áfram Keflavík