Bikarúrslit yngri flokka um helgina
Bikarúrslit yngri flokka fara fram á Selfossi um helgina og eru þrjú lið frá okkur í úrslitum að þessu sinni. FSu mun sjá um að hafa umgjörð leikjanna sem glæsilegasta. Nú er komið á hreint hvenær leikið verður í hverjum flokki.
Aðeins einn leikur er eftir í 4-liða úrslitum en það er viðureign Fjölnis og Hauka í 11. flokki karla. Sá leikur verður í kvöld í Rimaskóla.
Ljóst er að Keflvíkingar munu leggja undir sig Selsoss um helgina því með þessum efnilegu leikmönnum okkar verða fjöldi af foreldrum og öðrum stuðningmönnum á svæðinu. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá helgarinnar.
Laugardagur 1. mars:
10:00, úrslit í 9. flokki kvenna: Hrunamenn - Keflavík.
12:00, úrslit í 10. flokki karla: Njarðvík - Hamar/Þór
14:00, úrslit í Stúlknaflokki: Haukar - Grindavík
16:00, úrslit í Drengjaflokki: KR - Breiðablik
Sunnudagur 2. mars:
10:00, úrslit í 9. flokki karla: Keflavík - Njarðvík
12:00, úrslit í 10. flokki kvenna: Keflavík - Haukar
14:00, úrslit í 11. flokki karla: Breiðablik - Fjölnir eða Haukar
16:00, úrslit í Unglingaflokki kvenna: KR - Grindavík
18:00, úrslit í Unglingaflokki karla: FSu - KR