Bikarúrslit yngriflokka
Næstu helgi eða 10.og 11. mars fara fram úrslit í bikarkeppnum yngriflokka. Allir úrslitaleikrinir fara fram í DHL höll þeirra KR inga og er stefnt á að hafa umgjörð leikja einstklega glæsilega. En í pistli frá KKÍ segir:
"Markmiðið er að hafa umgjörð leikjanna sem líkasta því sem að er í bikarúrslitum meistaraflokkanna. Það verður tekin tölfræði á öllum leikjum, dómarar verða frá KKÍ, kynning á leikmönnum, tónlist í leikhléum, vegleg sjoppa verður á staðnum og svo framvegis.
Skemmtilegra er fyrir leikmenn ef að allir eru í upphitunartreyjum.
KR-ingar munu taka upp alla leikina og bjóða til sölu á DVD diskum. Leikurinn mun kosta 1000kr. og panta þarf fyrir leik (taka fram hversu mörg eintök) diskarnir
verða afhentir sem allra fyrst. Þess vegna auðveldar það okkur að vita hversu marga diska þarf að búa til fyrir leik. Pantanir berist í tölvupósti til Ingimars Victorssonar á netfangið: ingimar@ejs.is "
Við keflvíkingar erum með tvö lið í úrslitum og munu leikir þeirra frara fram seinni daginn kl. 14:00 og 16:00
Unglingaráð hvetur alla sem ekki verða farstir hér fyrir sunnan vegna Samkaupsmót að drífa sig í bæinn og hvetja krakkana. Áfram Keflavík !!
Hér fyrir neðan er niðurröðun fyrir helgina:
Laugardagur 10. mars
10:00 9. flokkur drengja
12:00 10. flokkur stúlkna
14:00 11. flokkur drengja
16:00 Stúlknaflokkur
18:00 Unglingaflokkur karla
Sunnudagur 11. mars
10:00 9. flokkur stúlkna
12:00 10. flokkur drengja
14:00 Unglingaflokkur kvenna Keflavik - Haukar
16:00 Drengjaflokkur Keflavík - FSu.