Billy Baptist nýjasti liðsmaður Keflavíkurliðsins
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Bandaríkjamanninn Billy Baptist um að leika með liðinu eftir áramót. Mun hann koma í stað Stephen McDowel sem óskaði eftir því að vera leystur undan samningi um miðjan desember. Þessi 25 ára gamli leikmaður lék með Quincy háskólanum í heimalandi sínu áður en hann gekk til liðs við Unicaja á Spáni og svo Assignia. Þá lék hann með Crailsheim í Þýsku 2. deildinni, þeirri sömu og Hörður Axel Vilhjálmsson, á síðasta tímabili.
Billy er 194 cm og ku geta spilað bæði sem lítill og stór framherji. Kappinn mun koma til landsins milli jóla og nýárs og njóta íslensks gamlárskvölds eins og þau gerast best. Vonir standa til að hér sé lokapúslið fundið en Keflavíkurliðið hefur þurft að ganga í gegnum talsverðar breytingar það sem af er tímabili.
Myndin sem fylgir fréttinni er að finna hér; http://mobile.whig.com/story/sports/Baptist-feech-for-3-11-10 en þar má einnig lesa skemmtilega umfjöllun.