Birgir Már Bragasson nýr formaður KKDK
Aukaaðalfundur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var haldinn í kvöld og helsta mál var að kjósa nýja stjórn. Birgir Már Bragasson var kosinn formaður en Birgir var áður varaformaður deildarinnar. Birgir Már tekur við af Hrannari Hólm sem var formaður deildarinnar en Hrannar verður stjórninni innan handar áfram.
Aðrir í stjórn deildarinnar:
Brynjar Hólm Sigurðsson varaformaður
Særún Guðjónsdóttir gjaldkeri
Erla Hafsteinsdóttir ritari
Guðsveinn Ólafur Gestsson meðstjórnandi
Varamenn
Hermann Helgasson
Hrannar Hólm
Gunnar Jóhannsson
Þeir Einar Skaftasson, Grétar Ólasson, Þórir Smári Birgisson og Kristján Guðlaugsson sem hafa starfað með stjórninni ákváðu að gefa ekki kost á sér og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir samstarfið. Einnig þökkum við Hrannari, Gunnari og Hermanni sín störf en þeir verða þó áfram en nú sem varamenn.
Samningaviðræður við þjálfara og leikmenn standa yfir og færum við ykkur fréttir af þeim málum fljótlega.