Fréttir

Karfa: Konur | 22. október 2008

Birna með 29. stig í 12. stiga sigri á KR

Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld.  Keflavík fékk KR í heimsókn og hafði 12. stiga sigur, 72-60. Birna Valgarðsdóttir fór á kostum og setti niður 29. stig og var með 10. fráköst. Pálína var næst með 13. stig og 8. fráköst, Ingibjörg  10. stig og Svava var með 9. stig.

Keflavík hefur 4. stig í deildinni, en þær hafa unnið 2. leiki og tapað einum.

Tölfræði leiksins.