Fréttir

Karfa: Konur | 6. desember 2008

Birna með 30. stig í góðum sigri á KR

Keflavík sigraði í dag KR í Iceland Express-deild kvenna, 90-62.

Keflavíkurstúlkur unnu góðan sigur á KR í Frosaskjólinu í gær með 90 stigum gegn 62. Jón Halldór Eðvaldsson segir að þetta hafi verið einn besti leikur liðsins í langan tíma.
Birna Valgarðsdóttir átt enn einn stórleikinn og sýndi að hún er ein besta ef ekki besta körfuboltakona landsins. Hún skilaði 30 stigum. Svava Ósk Stefánsdóttir var traust og skoraði 17 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir var með 15 stig. Keflavíkurstúlkur voru í forystuhlutverkinu allan tímann en gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta þegar þær unnu þann part 8-27. af vf.is