Birna og Barkus með stórleik í sigri á ÍS
Keflavík vann í kvöld góðan sigur á ÍS í Iceland Express-deild kvenna, 65-83. Keflavík stjórnaði leiknum strax frá upphafi og var forustan orðin 18 sig eftir fyrsta leikhluta. Larkista Barkus lék sinn fyrsta leik með liðinum og tókst henni að stjórna leik liðsins mjög vel. Staðan í leikhléi var 29-49 og munurinn því orðin 20 stig. Birna Valgarðsdóttir og Barkus sáu að mestu um stigaskorið og áttu báðar frábæran leik. Barkus hitti úr 5 af 6 í þriggja stiga og tók 14 fráköst. Birna skoraði 29 stig, Barkus 28 stig, Ingibjörg 8 stig, Svava 5, Kara og Bára 4 stig, Sæunn 3 stig og sín fyrstu fyrir Keflavík og María Ben 2 stig
Keflavík er sem stendur í 3 sæti deildarinnar með 14 stig.