Fréttir

Körfubolti | 23. febrúar 2006

Bitlausir bikarmeistarar

Nýkrýndir bikarmeistarar úr Grindavík mættu í gær Íslandsmeisturum Keflavíkur í Sláturhúsinu í 18 umferð Iceland Express-deildinni. Leikurinn var mjög mikilvægur í topp baráttu deildarinnar þar sem Keflavík var 2 stigum á undan  Grindavík í öðru sæti deildarinnar.

Keflavík hafði mikla yfirburði í leiknum og virtust Grindvíkingar vera vel saddir eftir að hafa sigrað í leiknum á laugardaginn og fagnað bikarnum. Keflavík byrjaði af miklum krafti og Grindavík fylgdi á eftir í byrjun leiks og staðan jöfn eftir fyrsta leikhluta 26-26. Í öðrum leikhluta skildu leiðir og heimamenn með AJ í fararbrotti náðu að stjórna hraða leiksins. Jeremiah og Þorleifur voru allt í öllu hjá Grindavík og er sá fyrnefndi sérlega fljótur leikmaður en hengur helst til mikið á boltanum. Vlad Boer lét meira til sín taka og sýndi sóknartilburði en sóknarlega hefur ekki mikið komið út úr honum í síðustu leikjum. Jonni byrjaði leikin mjög vel og skoraði sín stig snemma leiks eins og oft áður. Keflavík náði 10 stiga forustu í leikhlutanum og leiddi í hálfleik 55-45.

Í seinni hálfleik hélt Keflavík áfram að auka muninn og greinilegt að Grindavík réð ekki við hraðann í leiknum. Allir leikhlutarnir voru mjög jafnir hjá okkar mönnum og stigskorið 26,29,27 og 27. Jafnvægi nokkur sem hefur vantað í vetur og má nefna að þriðji leikhluti hefur oft verið dapur. Mikið hefur verið talað um breidd liðsins og virðist í vetur vera aðal styrkur liðsins. Þegar tölfræði er skoðuð hefur komið í ljóst að yfirburðir okkar í þeim málum hafar sjaldan eða aldrei verið meiri. Td var þetta þriðji deildarleikurinn í röð sem allir leikmenn liðsins komast á blað og nokkuð sem ekki hefur gerst áður. Í vítanýtingu er við líka á toppnum og í gær var hún 80 %

AJ átti sinn daprasta dag á körfuboltavellinum síðasta laugardag en náði að sína hvers hann er megnugur á ný. AJ skoraði 27, tók 13 fráköst og var með 5 stoðsendingar. Mjög gaman var að fylgast með Arnar Freyr sem átti snilldar sendingar og stjórnaði hraða leiksins mjög vel. Arnar sem á að margra mati mikið inni, skoraði að auki 13 stig á 14 mín. og var með 7 stoðsendingar. Halldór og Vlad komu næstir með 12 stig og tók Vlad þeirri framför sem áður er getið. Halldór stóð sig vel inni í teignum en smellti þar að auki tveimur þristum niður. Maggi var í strangri gæslu hluta leiksins og fékk einnig það hlutverk að stjórna leik liðsins. Maggi skoraði 11 stig en tók þar að auki 11 varnarfráköst og átti 4 stoðsendingar. Jonni var með 9 stig, Gunnarnir 5 stig hvor, Sverrir og Elli 4 stig og Jón Gauti 1 stig. Guðjón Skúlason kom svo inn undir lokin og smellti niður tveim þristum og var með 6 stig.

Páll Axel og Helgi Jónas spiluðu ekki með í gær vegna meiðsla og Guðlaugur Eyjólfs. er ekki en búinn að jafna sig á fingrabrotinu.

Frétt og video á vf.is

Leikir sem eftir eru.

26. febrúar Útileikur Þór Akureyri (10. sæti)
2. mars Heimaleikur Fjölnir (8. sæti)
5. mars Útileikur Hamar/Selfoss (9. sæti)
9. mars Heimaleikur Njarðvík (1. sæti)

 Staðan

1. UMFN           30
 2. Keflavík         28
 3. KR                24
 4. UMFG          24
 5. Skallagrímur  24
 6. Snæfell         22
 7. ÍR                18
 8. Fjölnir          14

 

Tölfræði leiksins