Fréttir

Körfubolti | 16. október 2006

Blaðamannafundur vegna Iceland Express deilda karla og kvenna

Iceland Express og KKÍ boða til blaðamannafundar vegna Iceland Express deilda karla og kvenna. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 17. október í DHL höll KR inga í Frostaskjólinu. Fundurinn hefst klukkan 13:30.

 

 Mynd af þotu Iceland Express

 

13:30    Formaður KKÍ setur fundinn

13:35    Arnar Þór markaðsstjóri Iceland Express fer yfir samstarfið

13:40    Skrifað undir áframhaldandi samstarf IE og KKÍ til tveggja ára.

13:45    Kynning á liðunum og spá þjálfara, fyrirliða og forsvarsmanna kunngerð. Þjálfarar segja sína skoðun á því sæti sem þeim er spáð.

14:20    Skotkeppni fjölmiðlamanna. 3 stiga skotkeppni.