Blóð, sviti og tár - Keflavík knúði fram oddaleik
Keflvíkingum tókst í kvöld að sigra Snæfell á eigin heimavelli og knýja fram oddaleik í Keflavík á fimmtudaginn, en lokatölur leiksins voru 73-82 fyrir Keflavík. Leikurinn var gríðarlega spennandi á lokaköflunum, en reynslan, taugarnar og spilamennskan hélt út hjá Keflvíkingum. Leikurinn var virkilega fjörugur á köflum og voru m.a. 3 leikmenn blóðgaðir í leiknum. Jón Norðdal Hafsteinsson fékk olnbogaskot í baráttu um boltann, en hann var fluttur á sjúkrahúsið í Stykkishólmi þar sem saumuð voru 10 spor í hausinn á honum. Sigurður Þorvaldsson og Emil Hallfreðsson voru einnig blóðgaðir í leiknum og kom Emil t.d. ekkert meira við sögu eftir sína blóðgun.
Keflvíkingar spiluðu fantagóða vörn í leiknum og náðu að koma mikilvægum stigum í leikinn á örlagaríkum köflum. Hjá Keflavík var Urule Igbavboa stigahæstur með 20 stig og 11 fráköst. Á eftir honum kom Sigurður Þorsteinsson með 18 stig, en Hörður Axel Vilhjálmsson og Nick Bradford skoruðu 15 stig hvor. Hjá Snæfell var Jeb Ivey með 22 stig og Hlynur Bæringsson var með 20.
Nú er ljóst að hreinn úrslitaleikur verður spilaður á fimmtudaginn næstkomandi í Keflavík. Við gerum ráð fyrir að húsið verði STAPPAÐ og ætlum við að vera með forsölu á miðum á miðvikudaginn milli 17 og 19 í Toyota Höllinni (gengið inn þeim megin sem húsverðirnir sitja).
ÁFRAM KEFLAVÍK!