Borgarskotið-Áhorfendur halda áfram að hitta

Fimmta viðureign í undan úrslitum Iceland Express deildar karla fór fram á miðvikudaginn síðasta.Borgarskotið fór fram eins og vanalega og einn heppinn áhorfandi vann sér ferð til Gautaborgar.
Það var Davíð Örn Óskarsson sem hitti frá miðju á milli leikhluta í leiknum og vann sér þar með inn ferð fyrir tvo til Gautaborgar. Davíð er stuðningsmaður Keflavíkur og er í hinni víðfrægu Trommusveit sem fór á kostum þetta kvöld. "Ég setti bara háan standard fyrir strákana", sagði Davíð. Eftir þetta skot þá hófst flugelda sýning í Toyotahöllinni og Keflvíkingar settu allt niður og unnu örugglega með 20 stiga mun. "Ég fékk lánað hjartað hans Hreggviðs, því það er búið að vera inná vellinum frá því í þriðja leik."Sagði Davíð að lokum.
Það hefur gengið ágætlega hjá áhorfendum að hitta úr borgarskotinu það sem af er og það má búast við að fleiri vinni sér inn ferðir til Evrópu í boði Iceland Express.