Borgarskotið heldur áfram. Nú er það Varsjá
Á morgun í fyrsta leiknum okkar í úrslitakeppninni hefst Borgar-Skot Iceland Express. Leikurinn er sá sami og var í fyrra, á milli 1. og 2. leikhluta skjóta tveir áhorfendur og svo aðrir tveir á milli 3. og 4. hluta. 16 ára og eldri karlmenn skjóta frá miðju og konur og börn frá 3 stiga línunni.
Munið að neðar á síðunni er banner sem hægt er nota til að bóka ferð með Iceland Express. Deildin fær svo prósentuþóknun af öllum ferðum bókuðum í gegnum síðuna okkar.
Borgin sem skotið er upp á hjá okkur á morgun er Varsjá
Varsjá er höfuðborg Póllands og um leið stærsta borg landsins með tæplega tvær milljónir íbúa. Borgin hefur margar fjöruna sopið í gegnum tíðina og kynnst bæði blómaskeiðum og eyðileggingu. Enn er hún þó á sínum stað á bökkum Vistula og er óðum að tryggja sér sess sem ein af skemmtilegustu borgum Evrópu.
Sjón er sögu ríkari.
Varsjá 1-2x í viku frá 15. maí til 14. september 2008.
Ekki slæmt að skella sér til Varsjá.