Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 23. október 2006

Bréf til stuðningsmanna





Körfuknattleiksdeild Keflavíkur


Keflavík 19.10.2006


Ágæti stuðningsmaður!

Nú er að hefjast enn eitt tímabilið hjá Körfuknattleiksdeildinni, eins og vanalega er stefnt á að vinna allt sem í boði er. Fyrir þetta tímabil höfum við fengið nokkra góða leikmenn sem munu styrkja hópinn verulega. Ykkar stuðningur er þó hvað mikilvægastur fyrir strákana og stelpurnar og án ykkar er þetta ekki hægt.

Stjórn KKDK hefur borist nokkrar kvartanir frá meðlimum stuðningsmannaklúbbsins, varðandi börn á hlaupum, og fólks sem ekki er í klúbbnum en stelst til að sitja niðri.
 
Nú í vetur munum við taka strangt á þessum málum og viljum við biðja ykkur að hjálpa okkur í þeim efnum. Ef komið er með barn/börn á leik þá vinsamlegast hafið börnin hjá ykkur í sætunum ykkar (annars ber barni/börnum að sitja uppi). Ef komið er með vini/kunningja sem ekki eiga kort í stuðningsmannaklúbbinn ber þeim að öllu jöfnu að sitja uppi.
 
Einnig hefur verið gerð sú breyting að inngangi í Íþróttahúsið, Holtaskóla-megin, verður læstur.  Þetta er gert til þess að auðvelda KKDK að stjórna þeim mannskap sem í húsið kemur. 

Hafið alltaf stuðningsmannakortið með ykkur á leikina því það er mikilvægt að einungis fólk sem á að sitja niðri sé þar.  Gleymi menn stuðningsmanakorti sínu gætu þeir ættu á hættu að þurfa að greiða inn á viðkomandi leik, hvort sem dyraverðir þekkja viðkomandi eða ekki. Munið því að sýna stuðningsmannakortið við komu á leikina.

Mætum svo tímalega á leiki og myndum góða stemmingu og hvetjum okkar lið (ekki dómarana).
Einnig stendur til að færa menn til í sætum til að þétta mannskapinn betur saman. Þeir sem alls ekki vilja missa sætisnúmerið sitt vinsamlegast látið Bigga Braga vita eftir leikinn í kvöld (Keflavík – KR).

Ef þið hafið einhverja hugmynd um hvernig megi efla klúbbinn eða ef þið hafið einhverjar aðrar athugasemdir fram að færa þá endilega hafið samband.

Fyrir hönd KKDK

Birgir Már Bragason
gsm:861-9313
biggibraga@simnet.is